Skip to main content Skip to footer

Nemendafélag Skólahljómsveitar Kópavogs

Þar sem C-sveit SK er fjölmenn og stór skólahljómsveit var nýlega stofnað nemendafélag af nemendum til að efla félagsanda hópsins.

Félagið skiptist í kjarna, lagavalsnefnd og skemmtinefnd og kjörið er á starfsári hverju. Markmið nemendafélagsins í heild sinni er að styrkja anda sveitarinnar og gefa möguleika á skemmtilegum viðburðum með félögunum í C-sveit. Sem dæmi þá hélt nemendafélagið árshátíð fyrir C sveitina í mars.