Skip to main content Skip to footer

Skrá forföll í SpeedAdmin

Hvernig foreldrar skrá forföll í SpeedAdmin appinu

Forráðamenn geta skráð forföll barna sinna í SpeedAdmin appinu.

Til að geta notað appið þarf að vera með IOS útgáfu 15 eða nýrri, eða Android útgáfu 10 eða nýrri.

Forráðamaður getur skráð leyfisbeiðni í appinu fyrir hverja kennslustund með því að velja viðkomandi kennslustund. Hér á að boða forföll fyrir 3. mars og þá er smellt á kennslustund föstudagsins 3. mars:

og þá kemur upp þessi gluggi:

Þá er smellt á „Afboða nemanda“ (eða „Cancel lesson“ ef síminn er stilltur á ensku)

Í næsta glugga þarf að gefa skýringu á leyfisbeiðninni til að geta staðfest skráninguna:

Þegar búið er að setja ástæðu forfalla verður textinn „Afboða nemanda“ hvítur og hægt að smella á hann til að ljúka skráningunni. Ekki er hægt að senda inn skráningu án þess að setja skýringuna.

Það kemur ekki staðfesting á skráningunni á skjáinn hjá þér en ef þú vilt fullvissa þig um að skráningin hafi komist til skila getur þú smellt aftur á kennslustundina 3. mars og þá sést skráningin og ástæða forfallanna:

Vinsamlega sendið leyfisbeiðnir með góðum fyrirvara.

Það er hægt að skrá forföll langt fram í tímann svo ef vitað er um til dæmis skólaferðalög með löngum fyrirvara er mjög gott að skrá það strax inn í SpeedAdmin.

Forfallabeiðnir þurfa að berast eigi síðar en þremur klukkustundum fyrir tímann og athugið að ekki er hægt að skrá forföll ef kennari hefur þegar skráð mætingu eða fjarvist á kennslustundina.

Enn sem komið er er ekki hægt að biðja um leyfi fyrir marga tíma í einu, til dæmis fyrir heila viku, en það er á teikniborðinu. Þangað til þarf að boða forföll í hvern tíma fyrir sig.