Skip to main content Skip to footer

Námsvettvangur

Í SpeedAdmin er svæði sem heitir Námsvettvangur (Study Planner)

Þar geta kennarar sett inn upplýsingar um námsefni og ítarefni. Einnig er möguleiki á spjallþræði milli nemanda og kennara sem annaðhvort getur verið almennur spjallþráður um námið í heild eða sérstakur spjallþráður um hvert einstakt verkefni.

Nemandi getur séð lista yfir verkefni svipaðan þessum:

   

   

Með því að smella á verkefni má sjá meira um verkefnið og hér er t.d. tengill á nótur fyrir lagið sem á að æfa á pdf sniði og meðleik á mp3 sniði

   

   

Það er hægt að setja spurningar og athugasemdir inn á spjallþráð um eitt verkefnanna, með því að smella á Spjall og þá opnast spjallglugginn sem er sýnilegur nemanda og kennara: