Skip to main content Skip to footer

Kennarar við Skólahljómsveit Kópavogs:

Kristín Þóra Pétursdóttir

Kristín Þóra Pétursdóttir hóf tónlistanám sitt í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar en nam síðar klarínettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún lauk B.Mus. prófi árið 2018. Kristín nam einnig bassaklarinettleik hjá Rúnari Óskarssyni og lauk framhaldsprófi á bassaklarinett haustið 2015. 
 
Kristín hefur sótt fjölda einkatíma og masterklassa bæði innanlands og erlendis, m.a. hjá Celeste Zéwald, Hermanni Stefánssyni, Luigi Magistrelli og Barnaby Robson. Hún hefur verið nokkuð virk í íslensku tónlistarlífi og komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, kammerhópunum Caput, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Blásarasveit Reykjavíkur og kammersveitinni Elju svo eitthvað sé nefnt. Kristín er meðlimur í klarinettsextettnum Murmuri sem stofnaður var fyrir upptökur á nýútkominni plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Fossora. 
 
Kristín hefur starfað sem klarínettukennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá árinu 2014. Hún hlaut listamannalaun árið 2023 úr sjóði tónlistarflytjenda. Auk tónlistarmenntunar er Kristín með M.A.-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands. 
 

Kennslugreinar:

Klarínett (í forföllum fyrir Sigurjón Bergþór Daðason veturinn 2023 - 2024)

Hafa samband

Netfang: kristin.thora@kopavogur.is