Skip to main content Skip to footer

Kennarar við Skólahljómsveit Kópavogs:

Dagný Marinósdóttir

Dagný Marinósdóttir hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Seltjarnarness 6 ára gömul. Síðar lá leiðin yfir í Tónlistarskólann í Reykjavík og voru aðalkennarar hennar þar Hallfríður Ólafsdóttir og Bernharður Wilkinson. Þaðan útskrifaðist hún með blásarakennara- og burtfararpróf vorið 2002. Dagný hefur sótt einkatíma og námskeið víða erlendis, m.a. hjá Manuelu Wiesler, William Bennett, Wissam
Boustany, Peter Lloyd og Toke Lund Christiansen.
Dagný er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur spilað með ýmsum hljómsveitum og hópum, m.a. Orkester norden, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska flautukórnum, Hljómsveit íslensku óperunnar og í leikhúsum landsins. Frá árinu 2016 hefur Dagný unnið með tónlistarkonunni Björk í flautuhópnum Viibru, hún spilaði á flautu á plötunni Útópíu og hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum með Björk víðsvegar um heim.
Dagný hefur gefið út kennslubækur í þverflautuleik ásamt Ingunni Jónsdóttur sem notaðar eru við flautukennslu í flestum tónlistarskólum landsins.
Dagný starfar sem tónlistarkennari hjá Skólahljómsveit Kópavogs og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts.

Kennslugreinar:

Flauta

Hafa samband

Netfang: dagnym@kopavogur.is