Skip to main content Skip to footer

Túba

Túban sér um að leggja góðan grunn að allri tónlist blásarasveita með fallegum. djúpum og hljómmiklum tónum. Túbur eru til í ýmsum gerðum en algengastar eru B og Es túbur.  Í Skólahljómsveit Kópavogs byrja nemendur yfirleitt á því að læra á Es túbu en við notum líka B túbur, sem eru oftast hljómmeiri. Einnig eigum við Súsafóna til að nota í skrúðgöngum. Okkar sousafónar eru yfirleitt úr plasti til að auðveldara sé að halda á þeim.