Skip to main content Skip to footer

Rafbassi

Rafbassi er mikið notaður í popp og jazztónlist og einnig í blásaratónlist. Hann gefur góðan botn í lögin sem hljómsveitin spilar en getur því miður ekki leikið með í skrúðgöngum. Byrjendur í SK læra yfirleitt á styttri bassa í byrjun en færast upp á bassa í fullri lengd þegar þau stækka. Hljómsveitin á einnig kontrabassa sem notaður er í stærri hljómsveitarverkum með elstu sveitinni.