Skip to main content Skip to footer

Aðventuhátíð Kópavogs

29-11-2025 kl. 16:20 - Hamraborg

Við spilum við upphaf aðventuhátíðar Kópavogs á útisvæðinu við Menningarhúsin, laugardaginn 29. nóvember.
Mæting er í Tónlistarskóla Kópavogs kl. 15:50 til að pakka upp og stilla upp slagverki og statífum á útisvæðinu.
Klæðnaður: Svartar buxur og rauðu úlpurnar. Ég kem með rauðu úlpurnar og jólasveinahúfur en þið passið upp á að vera klædd eftir veðri.
Ég kem líka með það slagverk sem þarf og nótnastatíf.
Þið komið með hljóðfærin ykkar og nóturnar! (rauðu jólamöppurnar)

Spilamennskan byrjar kl. 16:20 og við spilum í ca. korter.

Eftir giggið er C sveitinni boðið í heitt súkkulaði og kökur í Gjábakka, eins og verið hefur undanfarin ár 🍰